fimmtudagur, ágúst 31, 2006
Hverjir þekkja Ísland?
Við mæðgur erum stöðugt spurðar hvaðan við séum. Ég hef verið spurð hvaða framburð ég hefði (what is your accent) og í fyrstu áttaði ég mig alls ekki á því við hvað var átt. Þegar við segjumst vera frá Íslandi spyrja sumir hvort við tölum ensku þar og aðrir spyrja einfaldlega hvort það sé sérstakt land eða einhver hluti Bandaríkjanna. En við höfum tekið eftir að tveir hópar skera sig úr þegar við greinum frá heimalandi okkar. Margar konur sem við höfum hitt (og eru um eða yfir fimmtugt) þekkja Reykjavík og Keflavík vegna þess að mennirnir þeirra vinna/ unnu fyrir herinn. Svo er það ungt fólk sem hlustar mikið á tónlist og þekkir Sigur Rós og Björk. Margir spyrja hvernig eigi að bera fram nafnið á hljómsveitinni og ég kenni þeim með mestu ánægju að segja Sigurrós! Í dag gaf svo kennari í Clark middle sig á tal við mig og sagðist muna eftir þvi þegar Surtsey gaus. Hann var sex ára og sá frétt í sjónvarpinu um eldgosið og síðan þetta var hefur hann fylgst með störfum vísindamanna og þróunni í eyjunni. Merkilegt!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
En hvernig er það, er enginn að tala um Magna í Supernova tv. raunveruleikaþættinum....?
Nei ég bara spyr.
Hrefna í MS
Ju her er talad um Magna - i sjonvarpinu. Tad hefur enginn spurt mig hvort eg tekki hann!
Heil og sæl Rósa.
Ég ákvað að kíkja aðeins á þig :-) Gaman að fylgjast með þér í útlandinu!
Bestu kveðjur,
Jóna í MS
San Diego er ein af aðal flotahöfnum þeirra í USA og herliðið í Keflavík tilheyrði flotanum. Það má því búast við að það sé hærra hlutfall íbúa í flotaborgum sem þekkja Ísland heldur en inni í miðju landi eins og í Colorado þar sem ég nam á sínum tíma. Það er alltaf gaman að rekast á útlendinga sem þekkja til klakans og margir mundu eftir Reykjavík í kringum 1990 vegna leiðtogafundarins sem var ekki löngu áður.
Hérna er annars alveg ágætasta veður, 17 - 18°C í dag og í gær. Næstum eins og í SD, eða þannig.
Kveðja,
Þröstur
Skrifa ummæli