sunnudagur, ágúst 27, 2006

Skoðunarferð um úthverfin

Fórum í dag í Clark Middle School þar sem ég verð í vinnu með skólastjóranum. Skoðuðum skólann að utan en fyrsti vinnudagurinn er á morgun. Á leiðinni fengum við okkur snarl á mexíkóskum veitingastað - þar sem nær einungis var töluð spænska. Við og starfsfólkið náðum samt saman að lokum og maturinn var góður. Frá fremur fábrotnum úthverfunum ókum við yfir glæsilega brú út í Coronado-eyju þar sem allt var með ríkmannlegri blæ. Hér eru miklar andstæður og þær ku endurspeglast í skólakerfinu - en það á ég væntanlega eftir að sjá betur.

Engin ummæli: