sunnudagur, september 24, 2006
Hundahald
Hundar eru mjög vinsæl gæludýr hér allt í kringum okkur. Stundum mæti ég fólki með tvo eða þrjá hunda á gönguferð. Einhverjir gætu verið að passa hunda fyrir aðra en sumir eiga greinilega marga hunda. Í húsinu okkar eru tveir hundar. Annar minnir á íslenska hundinn, heitir Willie og er ákaflega vel vaninn og hlýðir húsbændum sínum. Hinn er lítill bolabítur, óttalegur kjáni, geltir í tíma og ótíma og eigandinn ræður ekkert við hann. Þessi hundur er kallaður Mr. Big! Ég reyni að sýna hundum nágrannanna tilhlýðilegan áhuga. Það er þó hvorki af innri þörf eða hvatningu sem ég kjái framan í hundana. Nei, það er í þeirri von að mér veitist ytri umbun! Ef ég dáist að hundunum og kjassa þá verða nágrannarnir glaðir og taka mér vel. Eða þannig!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
SælRósa.
Gaman að fylgjast með ykkur mæðgum. Það er farið að hausta í Miðhúsunum en búið að vera æðislegir sumar/haust dagar hér á klakanum upp á síðkastið. Mér finnst nú alveg nóg af þessum hundum hér í Miðhúsunum. :-) Hafið það rosalega gott og njótið þessa að vera þarna.
Kveðja, Margrét dúkkulísa og Miðhúsarotta.
Takk kaerlega fyrir, Margret. Skiladu kvedju i Midhusin. Eg vona ad folkid gangi fyrir hundunum i tar, stundum held eg ad tad se akkurat ofugt her!
Elsku stórasystir Rósa og Auður!
Loksins tókst mér að finna ykkur á blogginu. Þökk sé Hjördísi Öldu!
Gaman að geta fylgst með ykkur í henni stóru USA. Vonandi sjáumst við með vorinu - það er planið - enn sem komið er!! Maður má láta sig dreyma- eða hvað?
Verið í sambandi.
Kærar kveðjur frá Ísafiði,
GÁS
Elsku Gósý, við erum með þetta fína herbergi og ægilega gott rúm handa ykkur. Hér skín sól í heiði upp á hvern dag! Hlakka til að heyra meira frá ykkur.
Skrifa ummæli