Ég er á leið frá Reykjavík út á Keflavíkurflugvöll að sækja farþega. Ég á 30 km ófarna og hef lofað að vera komin út á flugvöll klukkan tvö eða eftir tuttugu mínútur. Ef ég segi að miðað við færð og umferð sé alveg ljóst að ég verð lengur en tuttugu mínútur er það þá rétt svar? Eða ef ég svara að með því að aka þessa 30 km á löghraða verði ég nákvæmlega tuttugu mínútur á leiðinni? Svona pælingar var ég að lesa um í grein sem birtist í Learning and Instruction, febrúar 2005 og er eftir Dr. N. Inoue. Í greininni eru raktar niðurstöður rannsóknar á viðhorfum fólks og svörum við alls kyns orðadæmum. Margir svöruðu nákvæmlega samkvæmt útreikningum en tóku ekki mið af raunveruleikanum, sögðu til dæmis að þeir þyrftu að kaupa 11 og 1/2 skáp fyrir geisladiskana sína en ekki 12 heila skápa. Þegar þessir sömu voru spurðir hvers vegna þeir töluðu um hálfan skáp þá svöruðu þeir eitthvað á þá leið að þar sem um hefði verið að ræða stærðfræðidæmi hefðu þeir talið að þeir ættu að svara nákvæmlega eins og þeir hefðu gert i stærðfræðitímum í skóla! Það fékk mig til að íhuga hve skólaganga getur haft rík áhrif á fólk. Sú hugsun leiddi mig heim í MS og til allra áhrifavaldanna þar. Gangi ykkur vel, kæru vinir og starfsfélagar.
ps: Slóðin að tímaritinu er: http://www.elsevier.com/wps/find/journaldescription.cws_home/956/description#description
fimmtudagur, september 28, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Sælar mæðgur, gaman að geta fylgst með ykkur þarna í US.
Langaði bara að segja hæ frá okkur fyrir austan.
Kveðja
Ásta, Guðfinnur og Bryndís Bára
Elsku Ásta, Guðfinnur og Bryndís Bára. Frábært að heyra frá ykkur. Nú er Auður komin með myndasíðu, slóðin er: http://audurhreidars.myphotoalbum.com/albums.php#
Kíkið á hana líka.
Hæ Hæ Rósa gaman að sjá að ykkur gengur vel í ameríku, all vaga er veðrið mikklu betra hjá ykkur.
von að þið hafið það sem allra best.
kveðja frá Ísafirði.
Gugga og Stefán...
Gleymdi að setja netfangið mitt:
solgata@simnet.is
"stóra systir fyrir Vestan"
Elsku vinir og systir á Ísafirði, mikið er gaman að heyra frá ykkur. Við Auður höfum það sannarlega gott og núna er ég til dæmis mjög létt í lund því ég var að skila prófi. Vona að ég þurfi ekki að glíma við annað eins um næstu helgi, ég verð nú að komast aðeins á ströndina. :)
Skrifa ummæli