sunnudagur, október 01, 2006

Ögrandi verkefni

Jæja, búin með fyrsta prófið. Þungamiðjan í því var hugtakið "adaptive challenge" og skora ég á ykkur að koma með góða þýðingu á því. Þar sem ég er búin að skila get ég alveg spurt ykkur: Var Ómar Ragnarson ekki einmitt að vinna sig út úr sérlega "adaptive challenge" þegar hann ákvað að hætta að flytja fréttir af Kárahnjúkavirkjun þar sem hann treysti sér ekki til að gæta hlutleysis?

Og Rúna er komin til okkar. Hún hefur nú aldeilis lagt land undir fót og staðist þá áskorun sem þetta mikla ferðalag er!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl systir góð
"Adaptive challange" gæti útlagst sem "aðlöguð ögrun". Ég er að vísu litlu nær um merkinguna en finnst þetta hljóma mjög gáfulega.
Varðandi Ómar, þá má segja að hann hafi "adaptive approach" á hin ýmsu mál. Núna er nálgun hand eins og frægt er á íslandi "adaptive sailing" og verður fróðlegt að sjá afraksturinn af því síðar. Annars er ég trúlega of litaður og ekki með nógu "adaptive view" til að geta tjáð mig um hans helsta hugðarefni þessa stundina.
Kveðja frá þínu ál-virkjanabróður
Þröstur

Nafnlaus sagði...

Ef netið lýgur ekki þá er „adaptive challenge“ skilgreint ginnungagap milli gildismats og raunveruleika, sem þarf að fylla upp í með því að eyða innbyrðis mótsögnum, þ.e. laga annað að hinu.

Aðlögunar-, mótsagna- eða andhverfabil væru því mínar uppástungur.

Hjördís Alda sagði...

Eg bid svo vel ad heilsa Runu! Hef ekki hugmynd um adaptive challenge enda laeri eg fronsku og legg aherslu a ordaforda tengdan ferdalogum og borum... :)

Rósa sagði...

Kæru (ál-)bróðir, ljóðvinur og ferðaglaða dóttir. Takk fyrir skemmtilegar athugasemdir og góðar. Ögrandi ginnungagap sem ekki er auðvelt að fylla með gildsmati, nýjum hugmyndum eða bara yfirleitt að laga sig að er málið! Það væri gaman að geta rætt þetta og ýmislegt fleira, sem ég er að lesa þessa dagana, við ykkur.