miðvikudagur, október 04, 2006
Íslenskar konur í útlenskum búðum. Vaaaááá!
Í dag fórum við í bæjarferð með Rúnu. Fyrst skruppum við i Costco í Fashion Valley, sem er alveg meiriháttar verslun, það hafa skólafélagar mínir sannfært mig um. En viti menn, við fengum ekki inngöngu þvi við erum ekki félagar! Við ætluðum ekki að trúa okkar eigin eyrum, hér vorum við Íslendingarnir mættir með vísakortin okkar titrandi af löngun eftir straujárninu - og við vorum ekki velkomnar! Costco-leaders þekkja greinilega ekki til hinnar íslensku kortamenningar. Við létum ekki deigan síga þrátt fyrir andbyr heldur renndum yfir í Sears. Það var okkur tekið opnum örmum og við þutum milli rekkanna, hlóðum í körfurnar og glöddumst í hjörtum okkar. Sears lokar ekki á Íslendinga! VIð brostum í kampinn, litum hróðugar í kringum okkur en viti menn - við vorum einar i búðinni. Þessi risavaxna verslun á greinilega eftir að markaðssetja sig. Við hugleiddum hvers vegna við hefðum þennan stað alveg út af fyrir okkur. Svarið lá ekki í augum uppi en eins og við höfum alltaf vitað þá eru Ameríkanar dálítið sérstakir. Eftir að hafa rifjað það upp héldum við ótrauðar áfram að safna í körfurnar. Þvílíkur unaður, þvílík nautn! Við komum heim algerlega fullnægðar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Jii hvad thad er gaman ad fylgast med ykkur tharna. Eg bid kærlega ad heilsa Audi og Runu. Allt gott ad fretta af mer herna i Århusum. Hlakka til ad fylgjast betur med.
Sakna ykkar alveg rosalega :) Kristin Lara
Sæl Kristín mín. Gott að heyra að allt gengur vel í Árósum. Og vonandi getur þú hitt Hjördísi Öldu fljótlega (í París, er það ekki stefnan). Hafðu það gott og gangi þér allt í haginn.
Skrifa ummæli