miðvikudagur, október 11, 2006

Stikkfrí og ábyrgðarlaus

Þið sem eruð í launavinnu þekkið álagið af vinnu og daglegu amstri hversdagsins. Þið munið líka væntanlega eftir því hversu áhyggjulaust lífið var þegar þið voruð í skóla. Þannig lífi lifi ég núna. Enda þótt ég þurfi að lesa heilmikið og skrifa alls kyns greinargerðir þá er ég stikkfrí. Þegar ég fer í pásu frá lestrinum kemur ekki sála að trufla mig; ég get sest út í sólina og verið algerlega stikkfrí. Akger draumur! Og svo þegar ég rölti á markaðinn á Newport og ég er beðin um að svara spurningum um frambjóðendur í Californiu eða skattaálögur hristi ég bara höfuðið og segi: "Því miður, hef ekki kosningarétt - og borga ekki skatta!" Lúxuslíf, þið ættuð að prófa þetta.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já skrítið! Mér líður nákvæmlega eins alveg stikkfrí.. frá skóla. Kem heim úr vinnunni og enginn heimalærdómur hvílir á mér, ég get gert hvað sem er og er samt ekki að svíkjast undan. Rosalega góð tilfinning!

Rósa sagði...

Kannski snyst tetta bara um ad breyta til; tu varst i skola en ert nuna i vinnu og eg var i vinnu en er nuna i skola. Tad er tilbreytingin, nyja brumid sem skiptir mali! Okkur lidur altjend badum vel!

Nafnlaus sagði...

Rósa mín
Þetta er ekki svona einfalt. Þegar hægri menn er við stjórn þá borga ég glaður lága skatta. En þegar vinstri menn eru við völd borga ég vonsvikin háa skatta. Núna ert þú hjá hægri mönnum og hefur aldrei liðið betur. Sko þú sérð þetta er greinileg regla. Hjá Katrínu er líka hægri menn við völd í Aussie.

Kveðja
Svenni

Nafnlaus sagði...

ooohhh.. hvað ég sakna þessa lífs (þó bara nýbyrjaður að vinna!).... - einn öfundsjúkur

Nafnlaus sagði...

Gummi skamm!! Þér Á að líða eins og mér!!

Nafnlaus sagði...

Sæl Rósa mín.

Nú er ég líka byrjuð í námi eins og þú. Ég er búin að skrá mig í doktorsnám og byrja formlega um áramót. Þrátt fyrir það hef ég kastað öllu frá mér og er byrjuð að vinna við undirbúning ritgerðarinnar. Eiríkur og Ingólfur styðja mig fullkomlega og finnst bara gaman að hafa skólastúlku á heimilinu.

Því miður höfum við verið óduglegar við saumaklúbbinn. Ætli næsti klúbbur verði ekki jólafrokostur. Það var hins vegar gott að þú skyldir spyrja um þetta, það verður kannsi til þess að við gerum eitthvað. Gott að ykkur líður vel, enda finnst mér að þú hafir yngst um 10 ár. Eiríkur biður að heilsa.

Kveðja, Guðrún

Rósa sagði...

Elskurnar mínar, þakka ykkur öllum fyrir athugasemdir. Svenni, ég þarf að íhuga vel það sem þú segir! Guðmundur minn, hvernig stendur á því að þú saknar skólalífsins en ekki spúsan þín! Þið skuluð pæla í því. Guðrún, tíl hamingju! Ég er sannfærð um að þú hefur tekið skynsamlega og rétta ákvörðun og doktorsnámið mun gefa þér og okkur mikið. Gangi ykkur öllum vel - og Svenni ég bið að heilsa Katrínu og hægrimönnum í Aussie.