miðvikudagur, nóvember 01, 2006
Þjóðkirkja og aðrar kirkjur
Við Rúna fórum tvisvar í kaþólska messu hér í San Diego þótt við séum mótmælendatrúar sjálfar. Í fyrra skiptið skelltum við okkur í kirkjuna í skólanum mínum, The Immaculata Church, en í seinna skiptið fundum við kirkju á Ocean Beach, The Church of the Sacred Hearth. Þetta voru ágætar messur en mér þótti athyglisvert að í þeim báðum var leitað til safnaðarins eftir fjárframlögum. Fyrst ræddi presturinn um hversu þýðingarmikið væri að allir tækju höndum saman svo greiða mætti laun og rekstarkostnað við kirkjustarfið. Því næst komu safnaðarmeðlimir og vitnuðu um það hve gefandi það væri að gefa til kirkjunnar. Hjón lýstu því yfir að þau hefðu verið gefin saman í viðkomandi kirkju klukkan 11 á sunnudegi fyrir 19 árum og síðan þá hefðu þau alltaf mætt í 11-messuna á sunnudögum. Þau sögðu að eftir dálitla baráttu við budduna hefðu þau ákveðið að gefa tíund af launum sínum til kirkjunnar og það hefði orðið þeim til þvílíkrar gæfu að annað eins fyrirfyndist ekki - nema hjá öðru fólki sem gæfi kirkjunni það sem henni bæri! Hjónin voru einlæg og trúverðug og voru alls ekki að sýnast fyrir söfnuðinum. Það lá við að ég skráði mig fyrir tíund en svo mundi ég eftir því að ég tilheyri ekki þessum söfnuði - heldur þjóðkirkjunni heima á Íslandi. Hana styrki ég með sköttum og þarf því ekki að vitna um tíund í sunnudagsmessu þar. En sem sagt - hér er ekki þjóðkirkja en söfnuðurinn greiðir til sinnar kirkju og ég held að það leiði til þess að fólki finnist það eiga meira í kirkjunni sinni en okkur Íslendingum. Eða hvað haldið þið?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Ég skal vera fyrstur til að styðja þessa þörfu og tímabæru einkavæðingu. Trúfélög, hvaða nöfnum sem þau nefnast, á að reka á félagslegum grunni byggt á samtakamætti einstaklinga. Sjálfur er ég alls ekki trúaður en virði trúfrelsi og reyndar frelsi almennt mikið. Ríkið er mjög þarft fyrirbrigði en hefur tekið uppá því að vasast í of mörgum verkefnum. Trúfélag í nafni ríkisins var alltaf tímaskekkja.
kveðja
Svenni
En Svenni, tad er svo leidinlegt ad hlusta a stodugar peningaraedur i messu!
Þú getur verið með iPod og hlustað plötuna "Dark Side of the Moon" með Pink Floyed, mæli sérstaklega með laginu "Money" á þeirri plötu!
kveðja
Svenni
Ja hérna, Svenni. Þetta jaðrar nú við guðlast! Annars verður þetta tæpast vandamál hjá mér því ég fer svo sjaldan í kirkju.
Skrifa ummæli