
Klósettið er stíflað! Skrapp út í Eplatré og keypti stíflulosandi efni. Ekkert hefur breyst þótt ég hafi dælt í klósettið. Keypti umhverfisvænt - hefði átt að kaupa eitrið sem var við hliðina á því! Ætla bara að vona að hitt klósettið stíflist ekki líka.
Stíflað klósett er eitt en stíflað flæði hugsana er annað. Er að rembast við að skrifa ígrundun og lýsingu á síðasta tíma í Leadership. Er alveg tóm; kannski get ég fengið eitthvað við því í Eplatrénu!!!
2 ummæli:
...vona að stíflurnar séu farnar...
Já, nú rennur allt ljúflega niður!
Skrifa ummæli