miðvikudagur, mars 07, 2007
Rétturinn til vinnu
Kynntist fyrirtæki sem stofnað var í Baskahéraði Spánar fæðingarárið mitt. Þetta fyrirtæki er líkast til þekktast heima fyrir Fagor þvottavélar - en þegar ég keypti basknesku þvottavélina hérna um árið vissi ég ekki hvurslags fyrirmyndarfyrirtæki framleiddi hana. Fyrirtæki þetta heitir Mondragón Corporacion Cooperativa og byggir á siðferðilegum gildum um samhjálp, rétt manna til vinnu og að starfsmenn séu ekki ígildi vinnu eða fjármagns heldur skapendur hvors tveggja. Auk þessa byggir Mondragón á kaþólskri hugsun um samfélagið (hm). Ég mæli með innliti á heimasíðu Mondragóns.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli