sunnudagur, júní 17, 2007

Gestakomur


Gósý og Tryggvi eru komin og farin! Við áttum með þeim yndislega og viðburðalega viku. Nú eru þau í New York og eins og myndin sýnir voru þau glöð og ánægð þegar þau héldu frá San Diego til New York (fleiri myndir á leið inn á myndasíðuna).

Og á morgun kemur Þórdís. Það er skemmtiegt að hún skuli koma á 17. júní. Við munum halda íslenska þjóðhátíð með Californiu-sniði á morgun. Í dag fórum við Auður reyndar á þjóðhátíðargleði hjá Íslendingafélaginu í LA og þar var þjóðlegt yfirbragð: SS-pylsur, pulsusinnep og remolaði og pönnukökur ásamt fleira góðgæti.

PS: Við endurlifðum líka þjóðvegahátíðarstemmningu - það tók okkur fjóra tíma að aka héðan og til LA!

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ooooo hvað ég öfunda ykkur... Hlakka til að sjá myndirnar!

Nafnlaus sagði...

Elsku tengdamóðir. Til hamingju með daginn!

Nafnlaus sagði...

Takk elskulega tengdadóttir, nýt dagsins, fyrst í Mexíkó og er nú á leið downtown á tónleika með Noruh Jones.

Nafnlaus sagði...

Kæra systir

Til hamingju með daginn. Reyndi að hringa í gegnum skype en fékk þau skilaboð að þessi sími væri ekki í USA. Það passar að vísu ekki við tímasetninguna. Hvað um það, til hamingju og ég bið að heilsa Auði.

Nafnlaus sagði...

Var að skoða myndirnar þínar! Rosalega flottar myndir.. það virkar allt svo skemmtilegt á þeim.

Nafnlaus sagði...

Svona er þetta allt hérna, Katrín mín; skemmtilegt. Myndavélin lætur líka alla brosa!

Þröstur minn, ætli ég hafi ekki bara verið í Mexíkó þegar þú hringdir. Þangað fór ég þann 18. og kom heim 19. júní. Takk fyrir afmælisveðjuna.

Nafnlaus sagði...

Sæl Rósa mín.

Til hamingju með afmælið 19. júní. Bróðir minn á líka afmæli þennan dag, hann er samt enginn kvenréttindafrömuður. Gaman að heyra að allt gengur vel hjá ykkur mæðgum.

Kveðja, Guðrún

Nafnlaus sagði...

Takk, takk Gudrun, og skiladu kvenrettindakvedju til brodur tins og allra heima.