Kynningarfundur í stjórnendanáminu (Elda) í USD búinn. Fyrir fundinn var ég örlítið kvíðin - þetta var fyrsti skóladagurinn minn í mörg ár - sem nemandi! En kvíðinn var óþarfur, fundurinn var fínn, farið var yfir kröfurnar í náminu og við nemendur fengum mikla jákvæða hvatningu og hrós jafnvel þótt við værum ekki einu sinni byrjuð í skólanum. Ég var mjög stolt af að tilheyra þessum hópi. Það eru tæplega 20 nemendur í hópnum, flestir í fullu starfi og því eru kennslustundir alltaf eftir klukkan fjögur á daginn. Við eigum að halda dagbók, ígrunda ýmis viðfangsefni og leysa alls kyns vandamál auk þess sem á leslista eru fjölmargar bækur og greinar. Spennandi!
Í dag var svo fyrsti vinnudagurinn með Barböru Balser skólastjóra í Clark Middle. Við byrjuðum reyndar a fundi með fræðsluyfirvöldum þar sem skólastjórar og aðstoðarskólastjórar allra skóla í umdæminu mættu, trúlega um 300 manns. Fróðlegt að fylgjast með. Líst vel í Barböru.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
"Elda"mennska "Elda"buskunnar verður augljóslega að spennandi matarboði. Kannski að uppskriftirnar verði falar þegar stjórnendanámsneminn verður orðinn fullnuma í lokkandi ilmfræðum. Héðan í frá verður fylgst með af nákvæmni og sérvöldum áhuga.
Hæ Sigurrós og Auður!
Var að skoða myndirnar á síðunni! þvílíkt ævintýri!!!!!!! jesús hvað þetta er spennandi!! langar bara að vera með!
Gangi ykkur vel!
Hrefna úr MS
Sælar mæðgur,
mikið er þetta spennandi hjá ykkur!! Ég hlakka til að fylgjast með gangi mála í vetur.
Gangi ykkur vel!
kv. Sjöfn
Hæhæ!!
Frábært að heyra frá ykkur og sjá að allt gengur vel. Ég er alltaf að sjá það betur og betur að ég VERÐ hreinlega að koma til ykkar í heimsókn!!
ps. ég öfunda ykkur!!
Tengdadóttir og mágkona
Takk fyrir góðar kveðjur og athugasemdir. Við reynum að standa okkur í "ELDA"mennskunni og öðru þvi sem fyrir liggur hér.
Skrifa ummæli