þriðjudagur, ágúst 29, 2006

Að klæða sig eftir veðri eða loftkælingu

Hér er alltaf sama blíðan. Ég fór í vinnu í Clark middle á "sanddölum og ermalausum bol" - ánægð með að þurfa ekki að kappklæða mig og fara í yfirhöfn - og fannst ég svaka skvísa. En ég gleymdi að reikna með loftkælingunni sem var sannarlega í lagi. Ég bókstaflega skalf af kulda og eina ráðið var að skreppa út á skólalóð annað slagið til að ná úr mér hrollinum. Það er sannarlega sinn siður í hverju landi!

12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hér er nú veðrið að nálgast núllið
á nóttinni þannig að það er ekki langt í öfundina. En kannski er betra að vita hvernig á að klæða sig hér án þess að forkelast.
Hrafnhildur

Nafnlaus sagði...

við lessystur þínar erum reyndar sumar hverjar farnar að stökkva út á svalir með reglulegu millibili. Reyndar til að kæla okkur en ekki hita.
Edda

Nafnlaus sagði...

Sæl Rósa
það verður gaman að fylgjast með þér, það var bara 3ja stiga hiti hér þegar ég lagði af stað í vinnuna, bráðum þarf maður að gera ráð fyrir sköfutíma brrrrr.
Guðrún G dúkkulísa

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir að láta okkur vita um bloggsíðuna Rósa mín. Það verður gaman að fylgjast með ykkur mæðgum, greinilega mikið að gerast hjá ykkur. Hjá okkur Dúkkulísunum gengur lífið sinn vanagang. Við erum búnar að vera duglegar að hittast sérstaklega í bröns. Þú tókst þig rosalega vel út með rauðu töskuna :) Hafið það gott.
Kær kveðja.
Unnur Dúkkulísa

Nafnlaus sagði...

Sæl Rósa,

Gaman að geta fylgst með ykkur. Við vorum einmitt að ræða það um daginn að við hefðum ekkert heyrt af ykkur. Hafið það sem allra allra best,

Eyrún dúkkulísa

Nafnlaus sagði...

Hæ, gaman að fylgjast með ævintýri
ykkar í þessu líka fallega umhverfi :) Bestu kveðjur Svala Heiðberg.

Nafnlaus sagði...

Hæ systa og frænka

San Diego er eins flott og mig minnti. Mann dauðlangar í hitann til ykkar. Sjáum hvernig ferðahugmyndir þróast í tímans rás.
Þröstur

Nafnlaus sagði...

Sælar systa og Auður
Þetta lítur svo sannarlega vel út hjá ykkur. San Diego er eins falleg og spennandi og mig rámaði í. Verð að skoða ferðaplönin betur með Hörpu og sjá hvort við komum ferð til San Diego ekki aftur á kortið.
Kveðja,
Þröstur

Hjördís Alda sagði...

Mamma mía, klæddu þig nú vel. Gott ráð að hafa eina íslenska handprjónaða (nú eða 66°Norður - vekur lukku kanans) í handtöskunni til að bregða yfir kaldar herðar. Ég hlakka til að koma. Sýnist samt að ég þurfi að teygja Frakklandsdvöl einsog framast er unnt. Haltu áfram fréttapistlum mín kæra! ;*
-Hjördís Alda

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Nafnlaus sagði...

Kæru dúkkulísur/hlaupavinkonur, lessystur, mágkona, samstarfskona, dóttir og bróðir. Takk fyrir skemmtilegar athugasemdir og góðar kveðjur. Hið eina sem vantar hér í San Diego eruð þið öll, vinir og ættingjar heima á Ísalandi.

Nafnlaus sagði...

Gaman að lesa síðuna ykkar. Búið að panta flugmiða fyrir næst gest ykkar, hana Rúnu frænku sem er væntanleg til ykkar um næstu mánaðarmót (sept/okt).
Viljið þið fá föðurland eða flís með í töskunum hjá henni.
Ástarkveðja,
Mamma/amma