laugardagur, ágúst 26, 2006

University of San Diego


University of San Diego er stórkostlegur staður. Skólinn stendur hátt og byggingar eru margar og vel merktar, vel hirtar og gosbrunnar og gróður er um alla lóð. Ég get alls ekki lýst skólanum með orðum og set því nokkrar myndir af honum á síðuna. Ef maður kemst ekki á andlegt flug hér þá veðrur það hvergi. Móttökurnar sem ég fékk voru líka til fyrirmyndir, allar boðnar og búnar að hjálpa okkur Auði og Lupita í alþjóðadeildinni ók með okkur á bilaleigu, hjálpaði okkur að leigja bíl og sýndi okkur hvernig við kæmust helstu ferða okkar til að byrja með. Skólinn var upphaflega kvennaskóli og mér finnst ég sjá þess merki; t.d. eru dömubindi á öllum kvennaklósettum.

Engin ummæli: