sunnudagur, september 10, 2006
Ein vika með nemendum í Clark middle að baki
Ýmislegt merkilegt bar fyrir augu og eyru fyrstu vikuna. Mér brá til dæmis klukkan hálfátta fyrsta morguninn þegar þjóðsöngur Bandaríkjanna glumdi í hátölurum. Allir hættu við það sem þeir voru að gera og stóðu hátíðlegir og hlustuðu. Svona er þetta alla morgna, á föstudaginn sá ég meira að segja nemanda sem var of seinn í skólann og var rétt utan við skólahliðið þegar þjóðsöngurinn hljómaði. Hann stoppaði fyrir utan og beið þar til tónlistin þagnaði. Ég ályktaði strax sem svo að þetta væri greinilega hefð hér vestra. En í ljós kom að best er að alhæfa varlega, Barbra Balser skólastjóri hafði ekki þekkt þessa hefð áður en hún byrjaði í Clark middle og hefur hún yfir 30 ára starfsreynslu í mörgum skólum. Svarthærðir kollar nemendanna vöktu líka athygli mína, ég er ekki vön svona mörgum svarthærðum einstaklingum og það að ég nefni þetta hér er vonandi ekki merki um fordóma mína í garð svarthærðra! Annað merkilegt var þegar ég fylgdist með skólastjóranum ræða við móður nemanda með hjálp túlks. Yfir helmingur (eða meira) nemenda hefur annað mál en ensku sem móðurmál, flestir eru spænskumælandi og tala einungis ensku í skólanum en móðurmál sitt heima. En þrátt fyrir að ýmislegt sé ólíkt því sem ég er vön að heiman er skólastarfið í grundvallaratriðum mjög áþekkt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Lærirðu ekki eitthvað í spænsku fyrir vikið? Þú gætir jafnvel skrifað lokaritgerðina á spænsku... það væri alllagleg fjöður í hattinn! -gh
Vonandi laeri eg eitthvad i spaensku enda tott eg muni ekki skrifa laerdar greinar a teirri tungu. En tetta fjolbreytta samfelag er spennandi.
Ætli nú sé ekki upplagt að senda Má okkar línu, spyrja hvort ekki sé ráð að mata nemendur menntaskólans á Lofsöngnum jeden Morgen?
Gott að heyra frá þér Rósa mín, er byrjuð að sakna ykkar svo óskaplega.
Kveðja Tengdadóttirin
Gaman að heyra frá þér Arngrímur. Ég sá á bloggnum þínum að þú ert á fullu í háskólanum - í íslensku ekki satt? En ætli ég bíði ekki með að hvetja til flutnings á þjóðsöngnum okkar i MS. En ég sé að svona "kyrrðarstund" er skynsamleg, mætti vera seinna að deginum að mínum dómi.
Og elskulega tengdadóttir, ekki síður gaman að heyra frá þér. Ég hitti í morgun víetnamska konu og varð hugsað til þín og nemenda þinna. Ég veit að þeir eru heppnir með kennslukonu. Heyri vonandi í ykkur Guðmundi um helgina - skæpum!
Skrifa ummæli