Í dag er þjóðhátíðardagur Mexíco og er honum fagnað hér í San Diego. Í Clark middle school verður hátíð fyrir mexíkóska nemendur og foreldra þeirra milli fjögur og sjö i dag. Reyndar er öllum nemendum og foreldrum boðið, sama hvert þjóðerni þeirra er. Það er ekki skrýtið að San Diego skuli vera haldið upp á þjóðhátíðardag Mexíkó. Skólaumdæmi San Diego er annað fjölmennasta skólaumdæmið í Kaliforníu með 132.000 nemendur. Þar af eru 43,3% af mexíkóskum eða spænskum uppruna (hispanic). Einungis 25,6% eru afkomendur hvítra (caucasian) en svartir (african-american) eru 13,9% og 16,6% eru frá Asíu. Í skólaumdæminu eru töluð 64 ólík tungumál. En það sem er kannski mest sláandi fyrir okkur Íslendinga er að 56,3% nemenda fá ókeypis eða niðurgreiddar máltíðir í skólanum en það fá aðeins nemendur frá fjölskyldum sem lifa við eða undir fátæktarmörkum. Um helmingur nemenda sem fær fríar máltíðir nemur ensku sem annað mál.
Hugsið ykkur að vera víetnömsk stelpa í skóla þar sem 15 bekkjarfélagar hennar tala spænsku, 10 ensku, 3 pólsku, 2 eru indverskir og 4 japanskir og eru aldir upp við gerólíka siði og venjur. Hún ein talar víetnömsku og kann ekkert i ensku þegar hún byrjar í skólanum. Eða að vera kennari þessara krakka! Hér er sannarlega áskorun að starfa og menntast.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli