laugardagur, september 16, 2006

Vinátta

Fyrir 25 árum var ég nemandi í Háskóla Íslands og var í kúrsi í kvennabókmenntum hjá Helgu Kress. Í þessum kúrsi af fullt af stórkostlegum stelpum, sem ákváðu að stofna leshring þar sem lesnar yrðu bókmenntir og fræðigreinar eftir konur og rýnt í efnið á reglulegum fundum hringsins. Nú er þessi frábæri leshringur orðinn 25 ára og af því tilefni skelltu skvísurnar sér til Parísar, rétt eins og Anna frá Moldnúpi gerði á síðustu öld. Þar sem ég nýt þeirra forréttinda að vera við nám í USD í San Diego komst ég ekki með. En vinkonur mínar í leshring eru æðislegri en orð fá lýst. Síðustu daga hefur póstkortum frá París rignt yfir Coronado Avenue - með fallegum, hvetjandi og upplífgandi skilaboðum sem hafa þau áhrif að ég bæði tárast og fyllist krafti - og ég skil hvers virði vinátta er!

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ Rósa,
Gaman að kíkja í síðuna þína og fylgjast með. Greinilega skemmtilegur leshringur sem fetaði í fótspor afasystur minnar. Ég er svo heppin að eiga upphlutinn hennar Önnu sem hún notaði þegar hún ferðaðist um heimin. Einhvern tíman á ég eftir að sauma hann upp á nýtt þannig að hann passi mér. Ég myndi segja að þú sért einnig að feta í fótspor hennar með því að nema á framandi slóðum. Gangi þér vel. Kv. Eyrún

Rósa sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Rósa sagði...

Takk Eyrún, já leshringurinn er frábær eins og þý hefur áttað þig á. En mér finnst eiginlega merkilegast núna að eiga leshringsvinkonur sem feta slóð Önnu frá Moldnúpi og eiga hlaupavinkonu sem er afasysturdóttir Önnu. Er heimurinn ekki lítill?

Nafnlaus sagði...

Það er frábært að fara til útlanda í frímínútum! kíkja á síðuna ykkar og upplifa eitthvað út fyrir rammann hér á landi! Bara að muna að það er fleirra til en höfuðborgarsvæðið! Takk fyrir að halda uppi þessari síðu! Kveðja úr MS. Hrefna

Rósa sagði...

Gott ad heyra fra ter Hrefna min og enn betra ad vita ad tu skulir njota tess ad lesa siduna mina. Ja, tad er frabaert herna i San Diego og gaman ad vera skolanemi. Segdu krokkunum i MS hve gott tau eigi ad fa ad stunda nam.

Nafnlaus sagði...

hæhæ :)
vildi bara kasta í ykkur kveðju :)
ég og edda lína sitjum hérna í skólanum og erum að leggja lokahönd(hendur) á íslenskuritgerðirnar okkar... :) við söknum ykkar voða voða mikið og getum ekki beðið eftir að hitta ykkur hvenær sem það verður..!
miklar ástúðlegar kveðjur úr MR
alex og edda

Hjördís Alda sagði...

Sakna tin mamma min og Audar lika! Heldum party i gaer i ibudinni okkar med 2 islenskum stelpum sem vid hittum! Gaman og allt gott ad fretta; en gaman vaeri ad geta kikt med ykkur a strondina. Aetlum ad reyna ad komast loks a strondina her vid midjardarhafid ef vid faum sol. Gaman ad lesa tetta hja ter! :)

Rósa sagði...

Elsku Hjördís Alda. Það verður aldeilis gaman þegar þú kemur með okkur á ströndina - og svo gerum við eins og við Auður gerðum í dag - skreppum í búðir og kaupum örfáar flíkur að loknu sólbaði. Við Auður hugsum mikið til þín og tölum um þig. Gangi þér vel í France, kæra dóttir. Au revoir.