þriðjudagur, október 31, 2006

Hrekkjavaka


Í dag er hrekkjavaka. Nágrannakona mín sagði að dagana í kringum hrekkjavöku notaði fólk tækifæri og héldi partý og skemmti sér í búningum Hún bætti svo við að þótt hrekkjavakan væri tengd dauðanum, litu flestir á hrekkjavökuna sem gleðitíð og í framhaldi af því bauð hún okkur mægðum í hrekkjavökupartý. Partýið hófst hér á Coronado Avenue, í garðinum okkar, sem var skreyttur með upplýstum graskerjum. og því hæfilega draugalegur fyrir hrekkjavöku. Héðan var haldið í skrúðgöngu í næsta partý, sem var í bakgarði á Santa Crus Avenue. Þetta var flott skrúðganga, tunglið óð í skýjum og lýsti upp drauga, nornir, hippa, pönkara, drakúla og alls kyns fleiri fígúrur. Yngsti þátttakandinn í göngunni var fjögra mánaða - ekki í grímubúningi - en fékk eigi að síður einna mestu athyglina. Í dag er svo hin eiginlega hrekkjavaka. Þá fara grímuklæddir krakkar um hverfið og safna að sér góðgæti. Eins gott að muna eftir að kaupa inn - svo þau hrekki okkur ekki - en það gera þau ef við gefum þeim ekki eitthvað gott í gogginn.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er bara yndisleg mynd. Alveg staðalmyndin af hinni týpísku tengdamammu. Stundum er bar ágætt að himinn og höf skilji á milli.. eða hvað?
Tengdadóttirin

Rósa sagði...

Takk, elskan. Ég skelli mér í gerfið um leið og þú leggur af stað til mín.