sunnudagur, október 15, 2006
Rigning í San Diego
Það fer að rigna! heyrðist alls staðar í samræðum fólks og merkjanleg spenna var röddunum. Við Íslendingarnar vorum sallarólegar þrátt fyrir rigningarspá - enda vissar um að við þekktum betur til rigningar en fólk hér um slóðir. Ég leit á rigningartalið fyrst og fremst sem skort á öðru skárra umtalsefni. En viti menn: Rigningin kom. Eins og hellt væri úr fötu! Hellidemba! Skýfall! Allar götur á Ocean Beach fóru á flot; það hefði mátt róa á árabát héðan frá Coronado Avenue niður Bacon Avenue og alla leið út á haf! En eins og hún kom, rigningin, þá kvaddi hún líka. Það stytti upp eftir tæpan sólarhring og við tók hið dásamlega, kyrrláta, þægilega San Diego hversdags-veðurfar. Hér eftir mun ég hlusta af hógværð þegar San Diego búar ræða um væntanlegar umskiptingar á veðri.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Rignir eitthvad svipad her. Nema tad rignir alltaf i svona 3 solarhringa minnst. Sa ad vedurspain i Paris er rigning svo kannski eg fai mer stigvel i stad eccoskonna!
Hér á heimaslóðum er Esjan orðin hvít niður í miðjar hlíðar þannig að ég held að kuldaskór kæmu sér betur en stígvél.
Við erum enn á sandölum hér og mér sýnist að það verði þannig áfram. Á meðan rigndi hentuðu sandalar og stuttbuxur ágætlega.
sakna ykkar :´(
Skrifa ummæli