sunnudagur, nóvember 05, 2006

Imperial Beach


Við mæðgur fórum í bíltúr í dag á Imperial Beach, lítinn bæ hér fyrir sunnan, rétt við landamæri til Mexíkó. Þaðan ókum við svo eiðið út á Coronado eyju. Mjög fallegt - og greinilega vinsæl hjóla- og hlaupaleið. Erum smám saman að kynnast nánasta umhverfi okkar. Ef við segjum að San Diego sé Reykjavík, þá er Imperial Beach Garðabær. Við erum sem sagt rétt komnar í Garðabæinn í suðurátt. Höfum verið duglegri að fara í norðurátt, ef við miðum áfram við Reykjavík þá má segja að við höfum séð Mosfellsbæ/La Jolla, Akranes/Carlsbad, Borgarnes/Los Angeles og Hvanneyri/Hollywood. Núna sitjum við hvor við sína tölvu og skráum bloggfærslur fyrir vini og ættingja heima. Mjög kósý.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

dí! hvað ég væri til í að skreppa með ykkur svo sem eins og til Garðabæjar.. hljómar mjög vel!
Tengdadóttirin

Hjördís Alda sagði...

Hollywood Hvanneyri? Skemmtileg liking! eg a eftir einn tima i skolanum; klara kl 6 og tarf ta ad ganga heim til min i rumlega 50 minutur tvi almenningssamgongur i montpellier voru lagdar nidur i 2 daga. Svona er sumt skrytid.. Um helgina fer eg jafnvel til Budardals/Avignon; hver veit! Hlakka til ad heyra i ter bradum! bestu kv hin dottirin

Rósa sagði...

Elskurnar mínar. Ég skal taka ykkur með til Búðardals og Garðabæjar um leið og þið komið til mín. Mor og svigermor.