sunnudagur, nóvember 19, 2006

Myndir og myndavélar

Ég setti nokkrar myndir á myndasíðuna mína (sjá krækju hér til hliðar) í dag. Þær eru teknar á gömlu myndavélina sem við Hreiðar keyptum stuttu áður en Guðmundur fæddist, Pentax ME Super. Þetta var flott vél á sínum tíma og er raunar enn eins og sjá má af þeim myndum sem
Auður hefur tekið á hana. Hún er eigi að síður afar frumstæð í samanburði við nýju stafrænu myndavélarnar sem nú eru á markaðnum. Það fór enda svo að Auður keypti sér myndavél, Canon 30D og hér eftir munu myndir á þessari síðu vera af Canon gerð. Ég set eina mynd hér til hliðar svo þið getið gert samanburð. Hún er tekin eftir að við mæðgur skelltum okkur í fótsnyrtingu hjá víetnömskum konum, sem komu hingað til BNA sem flóttamenn.

5 ummæli:

Hjördís Alda sagði...

ogissliga flottar! og til hammo med myndavelina audur min! viljidi hringja i mig bradum elsku dullur! Er ekki enn komin med netid (damn) svo skype er offline hja mer enntha. Hlakka til ad heyra i ykkur! Hjordis

Rósa sagði...

Hringjum á morgun, þriðjudag. Eigum við að segja klukkan hálfsjö að morgni hjá okkur? Þá er klukkan hálffjögur hjá þér. hvernig passar það? Mamma

Nafnlaus sagði...

asskoti eru þið með flottar tásur á þessari mynd. Hvernig væri að skella sér aftur í svona tíma þegar ég kem út??

Rósa sagði...

Ekki smurning, við förum í pedicure og manicure og vax og hvað eina. Tengdó

Nafnlaus sagði...

Elskurnar mínar
Voðalega eruð þið með "amerískar" tær!!
Er byrjð að leita að flugi fyrir sumarið!
stórasystir