miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Þakkargjörð: kalkúni eða kasínó?

Á morgun er þakkargjörðardagur hér í Vesturheimi. Síðustu daga hafa matvöruverslanir keppst við að selja fólki kalkúna og í boði eru margvíslegar stærðir og gerðir. Kalkúnar fást lífrænir, horaðir, spikaðir, hjartanlegir, fylltir eða tómir og ein verslun hefur auglýst grimmt "tveggja klukkutíma kalkúna". Hér er greinilega mikið haft við í tilefni þakkargjörðar. Við mæðgur leggjum ekki í þá miklu eldamennsku sem kalkúni krefst og ætlum í staðinn að skreppa til Las Vegas (=Akureyrar). Kasínóin kalla!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sælar.

Góða skemmtun. Eins og þú hefur séð í tölvupóstinum erum við að huga að jólasaumó. Við munum drekka þína skál og það sama verður þú að gera fyrir okkur í Vegas.

Kveðja, Guðrún

Nafnlaus sagði...

Sælar,

Takk fyrir sendinguna til strákanna. Davíð finnst gaman að festa myndina á ískápinn og taka hana niður.
Vona að þið skemmtið ykkur vel í Las Vegas og tapið ykkur ekki í spilakössunum.

Kær kveðja,
Harpa

Rósa sagði...

Ég er komin frá Vegas með vísakortið í fullu gildi ennþá. Ævintýraborg en ekki spennandi til lengdar; slæmt loft og stanslaus glamúr.

Ég er fegin að saumaklúbburinn er ekki alveg útbrunninn, njótið jólanna og samverunnar. Guðrún, ég mun svo sannarlega drekka ykkar skál - geri það á Ortegas, þar eru bestu margaritur í bænum!

Harpa, ef Davíð hefur ánægju af að festa og losa myndina þá er tilganginum náð. Bjarni getur vonandi skemmt sér með honum. Kysstu strákana (alla þrjá) frá mér.