miðvikudagur, nóvember 29, 2006

29. nóvember

Í skólanum mínum eru blómstrandi Hawaí-rósir sem minna mig alltaf á pabba. Ég geng framhjá þessum rósum daglega og hugsa þá alltaf til hans. Hann var svo natinn við Hawaí-rósina þeirra mömmu og hún dafnaði svo vel. Eitt sinn gaf hann mér afleggjara sem mér tókst að halda lifandi nokkuð lengi og hún blómstraði meira að segja - enda minnti pabbi mig á að vökva hana. Í dag er fæðingardagur pabba og ég settist niður í sólinni hjá Hawaí-rósunum og hugsaði um pabba minn.

Engin ummæli: