sunnudagur, desember 24, 2006

Jólin, jólin ....

Aðfangadagur, albjart klukkan hálfátta, sólin skín og ró og spekt yfir öllu. Á Newport Avenue eru verslanir og veitingahús opin eins og á venjulegum sunnudagi en afar fáir á ferli. Stemmningin hér á Ocean Beach minnir mest á sumardag í Reykjavík þegar allir eru farnir út úr bænum. Í miðbæ San Diego var einnig mjög rólegt síðdegis í gær og fátt sem benti til þess að jólin væru á næsta leiti. Hins vegar var mikið jólastuð á Rodeo Drive í Beverly Hills, LA í fyrradag þannig að ljóst er að jólahugur og jólabisness fyrirfinnst hér vestra. Hér á Coronado ætlum við mæðgur að halda jól að íslenskum sið og hátíðin mun ganga í garð hjá okkur klukkan sex á aðfangadagskvöld.
Gleðileg jól.

2 ummæli:

Hjördís Alda sagði...

Gleðileg jól! :-D

Rósa sagði...

og áramót, kæra dóttir. Þín mamma