föstudagur, desember 29, 2006

Jólin liðin, áramótin framundan

Nú hef ég upplifað jól á erlendri grund. Margt ólíkt því sem gerist heima, sumt vegna veðurfars, annað vegna ólíkrar menningar. Jól eru í mínum huga hátíð sem ég held með mínum nánustu! Við Auður héldum þessi jól saman og nutum þeirra vel en ég býst við að hún sé sammála mér að betra er að hafa öll systkinin og ömmu (börnin og mömmu og Rúnu og bræðurna) líka hjá sér.

Fór á ströndina í dag með Auði og okkar kærkomnu gestum, Eddu Línu og Alexöndru. Flatmagaði þar og las um ólíka menningarheima. Notalegt! Á heimleiðinni sá ég nokkur jólatré í ruslatunnum sem er undarlegt á íslenska vísu en trúlega afar venjulegt hér. Og jólatréð okkar ljóta á ströndinni fór í gær þannig að stelpurnar, Edda og Alex, fengu ekki notið þeirrar ánægju að sjá það. Ég ætla ekki að taka jólatréð okkar Auðar niður fyrr en eftir að mamma kemur því við ætlum að halda litlu jólin með henni.

Engin ummæli: