Ég hef nú lokið 15 einingum af þeim 36 sem ég þarf til að fá meistaragráðu. Ég þarf að vinna betur um hátíðarnar í einum kúrsi til að ljúka 3 einingum til viðbótar. Kennarinn í Research and Methodology er svo dásamlegur! Hann trúir að ég geti gert betur og ætlar að meta mig endanlega í lok "intersession". Núna er ég bara með "B" hjá honum.
Þessi kennari er Japani, með meistaragráðu í stærðfræði og sálfræði, og segir að hann viti ekkert betra en að vera við nám. Hann flutti með fjölskyldu sína til USA þegar hann var í námi og hefur mikinn skilning á erfiðleikunum sem felast í því að læra allt á nýju tungumáli. Nori lætur sér ákaflega annt um nemendur og leggur metnað sinn í að þeir, og í þessu tilfelli ég, nái tökum á aðferðafræðinni. Er þetta ekki stórkostlegt? Og auðvitað færist ég öll í aukana þegar ég finn að hann hefur trú á mér og í dag hef ég lesið mér til um "motivation og action research" (þó að ég sé komin í jólafrí) og ætla sannarlega að bæta mig.
Hvatning þessa kennara minnir mig einna helst á helst á hvatninguna sem ég fékk frá mér alls ókunnugum áhorfendum á maraþoni í New York: Rosa, you can do it! Og þetta er það sem skiptir krakkana okkar mestu máli. Þótt verkefnið sé erfitt þá ráðum við það ef við erum hvött áfram með: You can do it! hrópum. Munum það.
Ég finn svo vel hve hvatning, athygli og trú skiptir máli. Auðvitað veit ég að ég er í námi fyrir sjálfa mig og mun standa mig hvað sem ytri hvatningu líður. En það er ómetanlegt að finna hve kennurum og deildarfulltrúum hér er umhugað um að sérhver einstaklingur nái fram öllu því besta sem hann mögulega getur. Hér erum við hvött áfram og - látin fara aðeins lengra en við héldum að við gætum.
Þið getið þetta! Við getum þetta! Áfram, áfram, hærra, hærra!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Og þá er svo mikilvægt að við getum tekið við hvatningunni og það getur þú svo sannarlega. Til hamingju, Rósa, you can do it indeed!
RMG
Takk fyrir, kæra vinkona.
Kaninn er þægilegur og hvetjandi í orði og á borði.
Gleðileg Jól
Svenni og Sigríður
Sammála ykkur, Svenni og Sigríður. Hér er þægilegt og vingjarnlegt fólk.
Gleðileg jól.
Sæl systir
Það er býsna gott að búa í henni ameríku, ekki satt. Gamli hippabærinn minn í Colorado var rómaður fyrir afslappað og hlýlegt andrúmsloft þó upparnir yrðu sífellt fyrirferðarmeiri. Þar sem ég sé að þú ert því sem næst hálfnuð með mastersgráðu 2 þykir mér rétt að benda þér á möguleikann að halda áfram í PhD. Það væri ánægjulegt að fá þig í þann hóp og ég er sannfærður um að þú mundir rúlla því upp. Eins og þú manst þá varð ég aðdáandi þinn fyrir margt löngu og ég er jafn sannfærður og ég var forðum, you can do it.
Þröstur
Skrifa ummæli