mánudagur, janúar 01, 2007

Gleðilegt ár 2007

Nýtt ár gengið í garð. Áramótagleði góð en afar ólík því sem gerist heima og munar þar mestu um flugeldana. Hér var stutt og einföld flugeldasýning á miðnætti sem yfirvöld stóðu fyrir. Ekkert einkaframtak í þeim efnum. Nýársdagur virðist mér vera eins og hver annar sunnudagur hjá grönnum mínum í San Diego; fólk flykkist í moll og á matsölustaði. Sendi mínar bestu óskir heim til ykkar allra um farsælt og heillaríkt nýtt ár.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt ár Rósa mín. Mér finnst þetta efni sem þú talar um að þú sért að lesa svo spennandi að mér finnst að þú eigir að útbúa leslista svo fleiri notið...

Rósa sagði...

Sael Edda min og gledilegt ar. Eg var einmitt ad lesa fina grein eftir tig a Netlu og hun tengist ymsu sem eg er ad lesa her.

Margar greinar sem eg hef lesid eru i timaritinu Educational Leadership sem er rit sem eg get maelt med. Eg veit ad MS er askrifandi ad tvi og svo er orugglega haegt ad fa tad a einhverjum bokasofnum.

Nafnlaus sagði...

ó, já ég er áskrifandi að því tímariti. Gaman að þú skulir hafa lesið greinina mína :)
Hafðu það gott.
EK