laugardagur, janúar 27, 2007

Skötur og mörgæsir - háhyrningar og höfrungar
















Við mamma fórum í Sea World í dag og skoðuðum alls kyns kykvendi. Sum dýin héldu íburðarmiklar sýningar en önnur létu lítið fyrir sér fara. Höfrungarnir og háhyrningarnir voru sérstaklega tilkomumiklir og skemmtilegir en við mamma vorum eiginlega hrifnari af skötunum en stóru sýningarstjörnunum. Sea World er meiri háttar skemmtigarður og greinilegt að börnunum leiddist ekki.
Á fyrstu myndina sést hve skatan er í raun fallegt dýr! Næst sýna Shamu og vinur hans listir sínar. Neðsta myndin af mömmu og flamingóunum svo sjá má að það eru ekki einungis sjávardýr í Sea World.


Engin ummæli: