fimmtudagur, janúar 25, 2007

Seinni hálfleikur

Dvöl okkar mæðgna hér í San Diego er hálfnuð. Það vekur blendnar tilfinningar.

Auður er byrjuð í Grossmont College þar sem hún tekur einn kúrs - í stafrænni ljósmyndun - en vorönnin í Mesa College byrjar ekki fyrr en 5. febrúar. Í dag hófst vorönn í USD og ég er byrjuð að lesa um breytingar og siðfræði. Allt gengur út á að breyta - eins og það er nú notalegt að halda sig við sama heygarðshornið. Er byrjuð að lesa Organization Change eftir W. Warner Burke. Er lengi með hverja síðu þannig að þessar 300 munu örugglega endast lengi! Þegar ég verð búin með þær bíða aðrar 900 síður - en mér þykir gaman að lesa og læra.

Engin ummæli: