þriðjudagur, janúar 23, 2007

Hey, kennari! Hvaðan ertu eiginlega?

Um jólin las ég ævisögu Frank McCourts, Teacher Man. Mæli með henni við alla kennara og þó einkum þá sem kenna unglingum. Í dag lauk ég við ritgerð í aðferðafræðinni, þessa sem kennarinn vildi að ég ynni betur. Ritgerðin fjallar um hvernig tendra má námsáhuga hjá nemendum, sem hafa annað móðurmál en ensku en stunda nám í enskumælandi skólum. Þessum nemendum gengur alla jafna verr en nemendum, sem hafa ensku að móðurmáli - og ekki við öðru að búast því kerfið vinnur með þeim enskumælandi en styður á engan hátt við hina nemendurna. Þessir krakkar kunna fyrir annað tungumál en ensku en þeir vilja læra ensku og aðlagast bandarísku samfélagi. Frank McCourt lýsir því vel hvað við er að etja:

"This was a melting-pot school: Jewish, Chinese, Puerto Rican, Greek, Dominican, Russian, Italian, ...
Kids want to be cool. Never mind what parents say, or adults in general. Kids want to hang out and talk street language. They want to swear eloquently. You can curse and swear and you are a man, man.
And if you’re hanging out and this foxy white chick comes along the sidewalk you can look cool as shit, man, but if you don’t got the words or you got some kinda crazy foreign accent she ain’t gonna give you even a look and you are home, man, playing with yourself and pissed off because English is a bitch of a language that makes no sense and you’ll never learn it. You’re in America and you gotta get with it, man."

Krakkarnir vilja falla inn i bandarískt samfélag en þeir vilja ekki glata móðurmálinu og menningu sinni. Það er ekki auðvelt allra síst þegar skólakerfið gerir ekki ráð fyrir því. Hér eru engar einfaldar lausnir tiltækar, í sumum skólum eru töluð upp undir 20 tungumál og nemendur koma frá jafn mörgum og mismunandi menningarsvæðum. Hvernig myndum við bregðast við heima á Íslandi? Allar hugmyndir vel þegnar!

Engin ummæli: