þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Heimþrá

Fékk smá sting þegar ég skildi við mömmu við hlið Icelandair á JFK í New York. Hefði eiginlega verið til í að skreppa heim þá - en um leið og ég var komin aftur í blíðuna í San Diego jafnaði ég mig. Dvöl okkar mæðgna hér vestra er hálfnuð - og að því kemur að við höldum heim - en fyrst eigum við eftir að skoða norðurhluta Kaliforníu og San Fransisco, skreppa til Mexíkó og skoða að minnsta kosti smá part af Miklagljúfri. Nú svo þurfum við líka að klára skólann!

2 ummæli:

Hjördís Alda sagði...

Og fá mig í heimsókn og hin börnin! Ég hlakka til að koma í hlýjuna. Í augnablikinu er mér svo kalt að ég held að blóðið í mér sé storknað... Ætla út að hlaupa um listasöfn til að hlýja mér. Margt eftir að gera í Montpellier áður en ég fer víðara!

Rósa sagði...

Hlakka til að fá þig hingað, elsku stelpan mín.