fimmtudagur, febrúar 22, 2007

Viðfangsefni

Verkefni mitt þessa dagana er að finna út fyrir hvað ég stend, hvers vegna ég valdi mér kennslu að aðalstarfi, hvert markmið mitt er í lífinu og svo framvegis... Tími til kominn að átta sig á þessu öllu saman þegar starfsævin er ríflega hálfnuð!

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þó svo starfsæfin sé ríflega hálfnuð er seinni helmingurinn rétt hafinn og því eiga þessar spurningar alltaf rétt á sér.

GG

Nafnlaus sagði...

ég skrifaði ritgerð um þetta í hitteð fyrra. Fannst ansi gaman að pæla í þessu. Sjálfsskoðun er nauðsynleg

Nafnlaus sagði...

Verkfræðin er ágæt ef þú ert að hugsa um að prófa annað!!!

kveðja
Svenni

Rósa sagði...

Svenni minn, það gleður mig að þú hefur trú á mér. Gott að heyra frá ykkur öllum og að ykkur finnst ekki of seint hjá mér að pæla í fyrir hvað ég stend. Annars er ég núna að greina "case study" sem fjallar um Norge Electronics í Portúgal. Ég þvælist milli fræðasviða: hugleiðsla, siðfræði, sjálfskoðun og skoðun fyrirtækja. Afar skemmtilegt.

Hjördís Alda sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Hjördís Alda sagði...

Mamma jafnvel þó þú vildir að helmingur starfsævinnar væri liðinn þá held ég að það sé ansi hæpið. Ef þú hættir til dæmis í kennslunni um síðir þá mun ég áreiðanlega plata þig til að vinna í frönsku sætabrauðsbúðinni minni, nú eða verða ráðuneytisstjóri í því ráðuneyti sem ég næli í (forsætis!) Svo njóttu frísins núna ;)

Rósa sagði...

Gott að vita að ég þarf ekki að kvíða aðgerðarleysi í ellinni, Hjördís Alda mín.

Rósa sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.