fimmtudagur, febrúar 22, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
“Morgunninn lofar góðu án þess að láta nokkuð uppi um daginn sem fer í hönd” segir Steinunn Sigurðardóttir í Heilsárs morgunljóði og það á vel við okkur Auði. Árið okkar í námi og starfi í San Diego byrjar vel og viljum við deila því með ykkur. Ég mun skrifa en Auður tekur myndir og sér um tæknimál. Við mæðgur erum "kolringlaðar" en “glóandi af áhuga” rétt eins og sólin í ljóðinu.
8 ummæli:
Þó svo starfsæfin sé ríflega hálfnuð er seinni helmingurinn rétt hafinn og því eiga þessar spurningar alltaf rétt á sér.
GG
ég skrifaði ritgerð um þetta í hitteð fyrra. Fannst ansi gaman að pæla í þessu. Sjálfsskoðun er nauðsynleg
Verkfræðin er ágæt ef þú ert að hugsa um að prófa annað!!!
kveðja
Svenni
Svenni minn, það gleður mig að þú hefur trú á mér. Gott að heyra frá ykkur öllum og að ykkur finnst ekki of seint hjá mér að pæla í fyrir hvað ég stend. Annars er ég núna að greina "case study" sem fjallar um Norge Electronics í Portúgal. Ég þvælist milli fræðasviða: hugleiðsla, siðfræði, sjálfskoðun og skoðun fyrirtækja. Afar skemmtilegt.
Mamma jafnvel þó þú vildir að helmingur starfsævinnar væri liðinn þá held ég að það sé ansi hæpið. Ef þú hættir til dæmis í kennslunni um síðir þá mun ég áreiðanlega plata þig til að vinna í frönsku sætabrauðsbúðinni minni, nú eða verða ráðuneytisstjóri í því ráðuneyti sem ég næli í (forsætis!) Svo njóttu frísins núna ;)
Gott að vita að ég þarf ekki að kvíða aðgerðarleysi í ellinni, Hjördís Alda mín.
Skrifa ummæli