föstudagur, mars 23, 2007
Hugleiðsla og mantra
Er að fikra mig áfram í hugleiðslu. Samkvæmt fræðunum á ég að fara á fætur fyrir dagrenningu og hugleiða í hálftíma. Þeir sem þekkja til vita hve það er mikið átak, árla morguns er ég heldur framlág og vil helst dvelja áfram í draumalandinu. Sem betur leyfa sumir hugleiðslufræðingar óreglulegar hugleiðslustundir og það hentar mér að mörgu leyti betur. Öllum ber þó saman um að nauðsynlegt er að hugleiða daglega. Þessa dagana er ég líka að prófa að nota möntru, sem með mikilli einföldun er hægt að segja að séu jákvæð orð sem maður fer með í huganum til að yfirstíga neikvæðar tilfinningar. Hugleiðslan og mantran eru einn þáttur í náminu, í kúrsinum Leadership and Spirituality. Ég veit ekki um betri stað en San Diego til að æfa hugleiðslu. Veðurblíða, falleg náttúra og fullt af gróðurríkum, kyrrlátum stöðum þar sem almenningur getur notið þess að dveljast.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli