sunnudagur, apríl 08, 2007

Eyðimörk og eplabökur

Guðmundur og Katrín Tinna hafa verið hér í drjúga og viðburðaríka viku. Páskafríið höfum við nýtt til hins ýtrasta. Við höfum skoðað LA, Hollywood, Sea World, prófað brimbretti - ég tók myndir- flatmagað á ströndinni, ekið um La Jolla, Downtown og verslað í Fashion Valley auk þess sem Mexíkó var á ferðaáætluninni - en við Auður urðum frá að hverfa við landamærin því við höfðum skilið I-94 eyðublaðið eftir heima! Í dag ókum við í austurátt, heimsóttum eplakökubæinn Julien og brögðuðum böku og fórum í Borrega Spring og Anza Borrega eyðimörkina. Þessi páskadagur hefur verið mjög ánægjulegur.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Alveg viðburðaríkustu páskar sem ég hef upplifað til þessa enda snilldarferð!