fimmtudagur, maí 24, 2007

Úrvinnsla

Ég hef upplifað margt síðasta mánuðinn og á eftir að vinna úr því. Ætla að blogga um sumt á næstu dögum en byrja á að setja inn nokkrar myndir á myndasíðuna. Þeir sem vilja sjá fleiri myndir geta kíkt á nýja myndasíðu Auðar og líka síðuna hennar.

Náminu í USD er að mestu lokið. Ég á aðeins eftir að gera tvennt: Kynna verkmöppuna ásamt hugmyndum og bakgrunni sem starf mitt og köllun byggir á - og fara á fjögurra daga ráðstefnu í júlí og skila ritgerð um efni hennar.

Til að láta mér ekki leiðast hér í San Diego hef ég ráðið mig í vinnu þrjá daga í viku, á bókasafninu í USD.

Engin ummæli: