laugardagur, maí 05, 2007

Siðferðiklemma farþega

Hugsaðu þér að vinkona þín aki á gangandi vegfaranda. Þú ein ert farþegi í bílnum. Vinkona þín ók á 60 km/klst á götu þar sem hámarkshraði er 30 km/klst. Engin vitni eru að slysinu - nema þú auðvitað. Lögfræðingur vinkonu þinnar segir að ef þú sverjir eið að því að hún hafi ekki ekið hraðar en á 30 munir þú forða henni frá alvarlegum dómi. Hvaða rétt hefur vinkona þín til að búast við að þú verndir hana?

Svar eða athugasemdir óskast!

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Guð minn almáttugur! Þetta er mjög erfið spurning. En ég held ég myndi athuga fórnarkostnaðinn VANDLEGA áður en ég myndi ljúga fyrir vinkonuna. T.d. hvað ef upp um lygana kæmist og ég þyrfti að hlýta refsingu (myndi ekki taka mikla áhættu ef ég gæti átt kost á því að fá línu á sakaskrána og hvað þá fangelsisdóm). Síðan myndi ég líka athuga hvort lygarnir myndu hafa áhrif á stöðu fórnarlambsins.

Nafnlaus sagði...

...ég held ég myndi nú samt bara segja sannleikann. Vinkonan verður eftir allt að taka ábyrgð á sjálfri sér -auk þess held ég að ég hefði nú verið búin að aðvara vinkonuna hefði hún verið á tvöföldum hámarkshraða.

Rósa sagði...

Staða fórnarlambsins skiptir miklu máli að mínum dómi. Það hefur lent í nógu þótt ekki bætist meira við. Rétt áður en ég glímdi þið þessa klemmu hafði ég komist að þeirri niðurstöðu að best væri að segja alltaf sannleikann - en hér fór ég að efast um þá ákvörðun.

Nafnlaus sagði...

...en hvað ef vinkonan hefði keyrt svona hratt af því að þú hefðir þrýst á hana (varst að verða of sein í próf eða á deit)?? breytir það einhverju... skiluru forsagan -skiptir hún einhverju máli?

Rósa sagði...

Já, forsagan skiptir miklu máli að mínu mati. Ef vinkona mín brýtur lög fyrir áeggjan mína þá er ég samsek.

Nafnlaus sagði...

Það má ekki gleyma því að sá sem situr undir stýri er ábyrgur gerða sinna og á ekki að láta pressa sig til lögbrota. Vinkonan hefur ekki siðferðilegan rétt á því að biðja um þessa hjálp og það má líka spyrja hvort henni sé greiði gerður til langtíma með lygum. Það er alltaf best að horfast í augu við staðreyndir strax í staðinn fyrir að fara í feluleik og spynna lygavef. Samviskan nagar flesta um ókominn tíma og ef vinskapurinn þolir ekki sannleikann þá er líklegt að sambandið verði eitrað um alla framtíð. Svarið er því einfalt, það á ekki að hylma yfir undir neinum kringumstæðum...

Rósa sagði...

Ég prófaði að hugsa mér að Auður hefði verið að aka og þá átti ég erfitt með að segja að ég myndi alls ekki segja ósatt!