föstudagur, júní 08, 2007
Afmælisgjafir
Í gær fékk Guðrún Inga afmælisgjöfina sem við mæðgur póstlögðum í lok mars og tókum skýrt fram að ætti að fara í hraðpósti! Guðrún Inga þurfti sem sagt að bíða í meira en tvo mánuði. Í dag fékk ég afmælisgjöf enda þótt afmælið mitt sé ekki enn komið. Engin bið hérna megin. Afmælisgjöfin er forláta stafræn myndavél (Canon PowerShot SD 1000) sem börnin mín gáfu mér. Og aftur tárfelldi ég! Ástarþakkir fyrir mig. Ég mun setja myndir á heimasíðuna þegar saltfiskveislunni verður lokið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli