

“Morgunninn lofar góðu án þess að láta nokkuð uppi um daginn sem fer í hönd” segir Steinunn Sigurðardóttir í Heilsárs morgunljóði og það á vel við okkur Auði. Árið okkar í námi og starfi í San Diego byrjar vel og viljum við deila því með ykkur. Ég mun skrifa en Auður tekur myndir og sér um tæknimál. Við mæðgur erum "kolringlaðar" en “glóandi af áhuga” rétt eins og sólin í ljóðinu.
4 ummæli:
Flottar myndir, greinilegt að þú ætlar að feta í fótspor yngsta barnsins!
Ertu aldrei á Skæpinu þessa dagana? Við rekumst aldrei á hvort annað...
Takk fyrir hrósið, ég reyni að læra af ljósmyndaranum!
Ætli ég sé ekki á skypinu þegar þú sefur! Reynum að hittast í netheimum um helgina.
Bravó bravó mamma! Glæsilegar myndir! Hlakka til að sjá meira í þessum dúr. Og gangi þér vel með handleggssjálfsmyndirnar, þær geta komið að ansi góðum notum þegar fáir ferðast saman til dæmis.. ;) Rosa góða skemmtun með Gósý og Tryggva, hringjumst svo á brátt.
Bestu kveðjur, Daisy.
Myndavélin er bara svona góð, held mér geti ekki mistekist. Sendi myndir af okkur fjórum þegar þau verða lent, frétti af þeim í Nýju-Jórvík fyrr í dag.
Knús og kossar frá Mayu mömmu
Skrifa ummæli