
þessa dagana er nokkuð fjölþætt. Fyrir svefninn les ég ævisögu Matthíasar Jochumsonar sem er afar skemmtileg og athyglisverð lesning. Ég er stödd þar sem Matthías er nýráðinn prestur á Kjalarnesi. Afar vel skrifuð bók, flott hjá Þórunni Erlu Valdimarsdóttur. Á ströndinni les ég bók sem heitir Stumbling on Happyness eftir Daniel Gilbert. Þrátt fyrir nafnið held ég að bókin gefi ekki svar við því hvernig maður

hrasar um hamingjuna, en hún er skemmtilega skrifuð og fjallar á skondinn hátt um skoðanir og skilgreiningar á hamingju. Í vinnunni glugga ég í léttlestrarefni svo sem The Shape Shifter eftir Tony Hillerman (en hún gerist á svæði sem við RMG munum aka um innan skamms) á milli þess sem ég les fræðigreinar um skólastjórnun. Í dag las ég til dæmis kafla úr bók Michaels Schmoker, Results Now, þar sem hann gagnrýnir skólastjórnendur og kennara harðlega fyrir skort á markvissum fyrirmælum, bæði skortir skýr tilmæli og stuðning stjórnenda við kennara og einnig vantar mikið upp á verkstjórn kennara í kennslustundum. Að dómi Schmokers er meðalmennska ríkjandi í skólum hér vestra. Meira um það síðar því ég hlýði á fyrirlestur Schmokers næsta þriðjudag.
Myndirnar með þessari færslu eru teknar á bókasafni Monroe Clark Middle School.

Engin ummæli:
Skrifa ummæli