laugardagur, júlí 28, 2007

Árstíð við Kyrrahafið



er að ljúka. Ég held héðan frá San Diego á morgun og Auður er þegar farin heim til Ísalands. Þetta hefur verið afar farsælt ár og hamingjuríkt. Sólin hefur brosað til okkar og auðveldað okkur lífið þetta ár okkar á erlendri grund. Við höfum notið þess að búa á Ocean Beach - í síðasta skjóli hippanna í Suður-Kaliforníu - með alla sína mexíkósku veitingastaði og amerísku kaffihús og óþvingaða andrúmsloft. Námið okkar gekk alveg eins og í sögu. Auður menntaði sig í listum, ljósmyndum og arkitektúr og ég einbeitti mér að skólastjórnun og leiðtogahlutverki. Sambúð okkar mæðgna var með eindæmum góð; ég get ekki hugsað mér betri ferðafélaga og sambýling en hana Auði mína. Svo nutum við samveru Hjördísar Öldu á vordögum og fengum marga góða gesti að heiman, sem kom í veg fyrir of mikla heimþrá. Sólin hér á Kyrrahafsströnd er að setjast og ég þakka San Diegobúum fyrir mig.

Engin ummæli: