föstudagur, júlí 06, 2007

Sýnishorn

Þessa dagana lifi ég afar einföldu lífi. Þrjá daga í viku vinn ég á bókasafninu en þar er afar lítið að gera. Hina fjóra daga vikunnar lötra ég á ströndina, rölti á Starbucks eða les mér til gamans. Það er ekki frá því að mig sé farið að langa heim og komast í vinnuna.


Á sædýrasafni Birch (Birch Aquarium) sá ég margar furðuverur og sumar fallegar, aðrar síðri.


Hér velti ég fyrir mér hvort ég eigi að eyða þessari mynd eða ekki!


Myndin hér að neðan er frá 4. júlí en við héldum upp á daginn með Rabeeu og Tahir og þúsundum annarra San Diego búa á ströndinni.



2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú verður komin heim áður en þú veist af... Átt eftir að fara í heljar reisu og alles! Sjáumst þann 9. ágúst!

Rósa sagði...

Hlakka til ad hitta ykkur skotuhju adur en tid leggid upp i Svitjodarfor.