sunnudagur, ágúst 12, 2007

Komnar heim!

Rósa... Við Ragnheiður komum heim á Frón síðastliðinn fimmtudagsmorgun. Það var gott að koma heim eftir langt og viðburðaríkt ferðalag - eins og sést á okkur!


Hjördís Alda sótti okkur á flugvöllinn - á bíl í yfirstærð - svo allt mitt hafurtask kæmist með. Heima í Eyjabakka beið svo mamma með kaffi og nýbökuð brauð og hafði boðið ættingjum og vinum. Frábærar móttökur - í raun drottningarlegar móttökur. Ég þakka fyrir mig. Í gleðivímunni láðist mér að taka mynd af veisluborðinu en um kvöldið var önnur veisla - í Kópalind - og þar var meðal annars þessi fagurlega skreytta terta á borðum!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Tetta var aedislegt kvöld... mikid var gott ad vid nádum ad hitta tig ádur en vid fórum út!
Tengdadóttirin

Rósa sagði...

Ég hefði bara ekki ráðið við það að þið hefðuð verið farin áður en ég kom heim. Sjáumst í Sverige.