
Á ströndinni okkar er bryggja, Ocean Beach Pier, fyrir gangandi vegfarendur sem vilja njóta útsýnisins - en þó einkum fyrir veiðimenn. Þarna er alltaf fjölmenni, heilu fjölskyldurnar, smábörn, foreldrar, afar og ömmur; unglingar; fólk í hópum og einfarar. Fólk veiðir allan sólarhringinn. Þarna heyrast fjölmörg tungumál, mest asíumál sem ég kann ekki að greina á milli og spænska og enska og nú heyrist þar líka töluð íslenska! Ég fór í mína fyrstu veiðiferð í gær og eftir þriggja tíma törn þá fékk ég einn. Við höfðum hann í kvöldmat (þ.e. sem forrétt því þetta er sardína (held ég) ekki lengri en 7-8 sentimetrar) fínn matur og glænýr. Og veiðikonan var í sjöunda himni.
P.S. Við erum 5 mínútur að rölta á ströndina. Alger draumur.
3 ummæli:
Blessuð Rósa
Anskoti er ég hræddur um að hann þætti lítil vestur í HÓLMAVATNI og öruglega ekki talin ætur
Kveðja Guðmundur Magni
Blessuð Rósa
Anskoti er ég hræddur um að hann þætti lítil vestur í HÓLMAVATNI og öruglega ekki talin ætur
Kveðja Guðmundur Magni
Eg tek undir tad med ter Gudmundur Magni, vid myndum fleygja tessari staerd i Holmavatni. En madur reynir ad semja sig ad hattum heimamanna! Bestu kvedjur heim.
Rosa
Skrifa ummæli