laugardagur, desember 09, 2006
Gamalt hlutverk rifjað upp
Þessa dagana er ég að ljúka kúrsum haustannar. Ég er ekki í prófum (tók þau um miðja önnina) en er í óðaönn að skila ritgerðum og öðrum verkefnum, ýmist skriflega eða munnlega. Þessu fylgir heilmikið álag, kvíði og spenna og minnir mig á veru mína í Háskóla Íslands forðum daga. Tíminn til að leysa verkefnin er takmarkaður og því þarf að nýta hann vel. Það er oft erfitt; sérstaklega er erfitt að byrja á nýrri ritgerð um leið og einni er lokið. Ég er einmitt að glíma við það núna og lagði á flótta - fór að blogga í stað þess að einbeita mér að ritgerðinni. Kannast einhver við svona flótta frá skylduverkefnum?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
11 ummæli:
Tjah ...
Svarið er já.
..jú ég les blogg!
Kv. Katrín
Æ, hvað ég er fegin að sjá athugasemdir ykkar af því að þær segja mér að
1. einhverjir lesa síðuna mína og 2. að fleiri en ég finna sér eitthvað til að dreifa huganum frá skylduverkum (og það er ég einmitt að gera líka).
Það er líka ein ástæða til sem veldur feginleika: Að svona stórfínar persónur skuli gefa sér tíma til að skrifa mér!
Rósa frænkur þínar eruhérna hjá mér þær helga rósa og ásta og biðja að heilsa þér mamma
Mamma mía ég les af áhuga og þú hefðir átt að byrja á þessu fyrr. Það eru aldrei jafn miklar hreyfingar í bloggheimum og á prófatímum svo þetta er afskaplega eðlilegt.
Annars er það að frétta að ég er búin að prófum.
Hjördís Alda:)
Hæ Rósa, man vel hvernig það var að vera í próflestri. Gat ekki lesið heima þar sem ég fann mér í sífellu eitthvað annað að gera enn að lesa. En ég man líka hvað var mikill léttir að vera búinn í prófum eða stórum verkefnaskilum, allt í einu hafði maður fullt af tíma. Langar að segja þér að við dúkkulísurnar hittumst á þriðjudagskvöld og áttum notalega kvöldstund heima hjá Rakel og skiptumst á jólagjöfum. Frábært kvöld og var þín saknað. Hlökkum til að hafa þig með næst. Það biðja allar að heilsa þér.
Kv. Eyrún
Rósa
Var að senda þér kveðju en ég sé hana ekki birtast, kannske hef ég ekki gert alveg rétt. Reyni því aftur, ef hin kveðjan kemur fram þá færðu bara tvær.....
En mig langaði að óska ykkur mæðgum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Takk fyrir allt gamalt og gott.
Heyrumst og gangi ykkur vel áfram í sólinni.
Kveðja Þórdís Z
Elsku Rósa
Viltu blogga meira. Það er svo gaman að lesa bloggið þitt.
Kveðja,
RMG
Kæru vinir, takk fyrir hlý og góð komment. Nú er ég búin með haustönnina í USD og get farið að blogga af krafti, ramagu. Eyrún, skilaðu góðri kveðju til dúkkulís(n)anna. Þið eruð svo traustar og góðar vinkonur. Þórdís, takk fyrir kveðjuna og jólakortið með fallegri mynd af Kristjáni Geir. Skilaðu kveðju til feðganna. Arngrímur, Ragnheiður, Eyrún og Þórdís, gleðileg jól. Katrín og Hjördís Alda, gleðileg jól og gott faðmlag. Ég verð að vera dugleg að blogga sem mest því það er svo mikils virði að fá góðar kveðjur frá ykkur.
Mamma og Helga Lára, Rósa og Ásta! Þið fáið líka hlýjar jólakveðjur og gott, þétt faðmlag.
Skrifa ummæli