söng Ómar Ragnarsson þegar ég var lítil - og kannski syngur hann það enn. Mig langar að hlæja meira og oftar, ekki endilega til að lengja lífið heldur bara af því að það er svo gott og gaman. Hvað skyldi valda því að maður hættir svo til að hlæja? Aldurinn? Þröngsýni? Húmorsleysi? Ekki leiðist mér og allt gengur vel hjá mér - en samt hlæ ég ekki. Ég brosi oft og er glöð en hláturinn er fjarri. Er eitthvað í menningu okkar sem dregur úr hlátri?
Eftir að hafa hlustað á Ellen DeGeneres, kynni á Óskarverðlaunahátíðinni hér vestra, hef ég tilgátu um það hvers vegna ég hlæ sjaldan. Ellen benti á að við tölum sjaldan um gamanleik án þess að nefna líka harmleik; að skammt er á milli hláturs og gráturs. Ellen ætti að vita það, "a stand-up comedian" sjálf. Tilgáta mín er sú að til að bægja tárum frá forðist ég (og hugsanlega fleiri) að hlæja of innilega - en auðvitað algerlega ómeðvitað.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
...uss að heyra þetta kæra móðir tengda! Það er svo æðislega gaman að hlæja.. hvað skipta nokkur tár máli?? Mér finnst alveg lífsnauðsynlegt að hlæja dátt (alveg frá neðri maga) reglulega og ef það gerist ekki að sjálfu sér.. nú þá verður maður að gera eitthvað í því. Einu sinni þegar við Gummi höfðum ekki hlegið í of langan tíma þá fundum við upp mjög skemmtilegan leik. Hann er svona: tveir leikmenn, annar nefnir dýr og hinn á að hlæja eins og dýrið.. (Gummi sló einmitt rækilega í gegn í þessum leik og vann með tilþrifum sem hestur og hani). Legg ekki meira á þig í bili!
Hlakka til að fara í þennan leik með ykkur þegar þið komið, elskurnar.
Skrifa ummæli