mánudagur, mars 12, 2007

Eldri dóttirin

er að koma hingað til San Diego. Mikið hlakka ég til að fá hana til mín. Við höfum verið hvor í sinni heimsálfunni heilan meðgöngutíma. Það má raunar ekki á milli sjá hvor okkar er spenntari, ég eða Auður, að fá Hjördísi Öldu hingað. Við mæðgur höfum næg tilhlökkunarefni því nú styttist líka óðum í að Guðmundur og Katrín Tinna mæti á svæðið. Gaman, gaman!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Úllalla! Hlakka til að hitta ykkur.

Rósa sagði...

ekki eins mikið og ég hlakka til að hitta ykkur!!! Það sem við munum hafa það gott saman í sólinni. Ég held að þið ættuð að fara á sjóbretti, hvernig líst þér á það?

Hjördís Alda sagði...

Jei sjóbretti!

Nafnlaus sagði...

Já guð hvað ég hlakka til... er alveg orðin æst í að komast til ykkar!