fimmtudagur, maí 31, 2007

Hvernig er best að þýða

"educational platform"? Er það fræðslugrunnur eða menntagrundvöllur, menntastefnuskrá eða menntastefna? Ég þigg hugmyndir með þökkum því mig vantar gott orð til að hugsa um á íslensku. Núna er ég nefnilega að fínpússa 'My Educational Platform' fyrir kynningu sem verður þann 13. júní næstkomandi. Reyndar er ekki rétt að tala um að fínpússa því ég er búin að rífa niður allt sem ég hafði gert áður þannig að réttara er að tala um endurbyggingu. Mér finnst ég í lausu lofti en ekki standa föstum fótum á "platformi" og það er vond tilfinningin eftir að hafa stundað kennslu í tvo áratugi!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl Rósa
Platform er einhverskonr stefna (aims) og meginreglur (principles). Educational platform er hugsanlega: Menntun - stefna og meginreglur. Hvernig er best að bræða þetta saman í eitt gottt orð er ég ekki viss.

kveðja
Sveinn

Nafnlaus sagði...

er þetta ekki starfskenning þín sem þú ert að vinna, þ.e. á hverju þú byggir störf þín? Hvaða gildi einkenna hana og hvaða hugmyndafræði þú aðhyllist.
Eða kannski er þetta aðeins faglegi þáttur starfskenningarinnar, án siðferðilegu gildanna og jarðvegsins sem þú sprettur úr.
Íslenskan er ekki alltaf góð þegar kemur að svona hugtökum...
Stundum þarf heilu setnignarnar til að útskýra hvað hlutir þýða.
Edda

Rósa sagði...

Líkast til myndi ég nota orðalagið starfskenning mín ef ég væri að skrifa þennan educational platform þar. Takk fyrir ábendinguna, Edda. Ég var reyndar líka að prófa mig áfram með "meginatriði í menntastefnu" eða grunnviðhorf til menntunar eftir að ég las athugasemd þína, Svenni. Takk fyrir.