mánudagur, júlí 30, 2007

Kúrekar með gemsa á Route 66

Rósa... Hér er RMG við Hoover Dam í 45 gráðu hita (113 á Farenheit)!


RMG . . . Við erum komnar í villta vestrið. Bærinn heitir Williams og er í Arizona, beint fyrir sunnan Grand Canyon. Ég held að þetta sé þorpið úr bíómyndinni Cars.

Hér er route 66, hér eru gamlir bílar og hér eru allir karakterarnir úr myndinni. Ég hitti þá á gönguferð um aðalgötuna í kvöld. Hér eru líka alvöru kúrekar með hatta og byssubelti en í stað byssu eru þeir með gemsa. Þetta fannst okkur Rósu fyndið. Við fórum á bar og fengum okkur bjór og hlustuðum á gítarleikara sem söng skemmtileg lög og minnti okkur á KK. Hann heitir Steve Reynold og hefur heimasíðu. Eftir sönginn laðaði Rósa hann að borðinu til okkar og hann gaf okkur góð ráð fyrir ferðina til Grand Canyon á morgun. Mælti frekar með gönguferð niður í gljúfrið en þyrluflugi. Við vorum honum mjög þakklátar fyrir það. Ekki að við þorum ekki í þyrlu . . . þær eru bara svo háværar - hljóðmengun - og við erum náttúrverndarsinnar.
Ekki má gleyma veðurfregnum. Úr 45 stiga hita og sól í Las Vegas komum við í 20 stig og regnvotar götur í Williams.

Rósa... Miklar andstæður í dag: Úr milljónaborginni Las Vegas (með hótelsvítu og spilavítum) til smábæjarins Williams með fámenni og smáhýsum, úr skrælnaðri eyðimörk yfir í furulendur; og hitamunurinn.

Rósa... The trip is just wonderful. In Las Vegas we experienced the luxury and there we saw a lot of new and probably expensive cars. After we came to Arizona the cars became older and not so fancy. So far we have only seen small towns in Arizona, friendly but in no way luxury. The land and climate changes as well as the cars. I wander if we will see as much difference when we go from Arizona to New Mexico.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sælar stöllur
Hafið í huga að margur hefur farið illa á Route 66. Ég vona að þið sleppið vel frá þessu. Allavega, þegar þið komið til Colorado hefur mín kæra systir lofað að kíkja á minn gamla háskólabæ, Boulder. Ef hann líkist eitthvað því sem hann var þegar ég fór þaðan fyrir rétt rúmum 15 árum (úff hvað þetta er orðið eitthvað langt síðan) þá er ferðalag þangað vel þess virði.
Aðal göngugata borgarinner er Perl street og þar var yfirleitt iðandi mannlíf enda gallerí, matsölustaðir og kaffihús á hverju strái. Þið verðið að athuga hvort Trident kaffihúsið sé enn á Perl street (það var að mig minnir rétt austan við 9 stræti í þá gömlu góðu daga). Á 13 eða 14 stræti, rétt suður af Perl street var Írsk krá og þar spilaði oft "írsk" hljómsveit að nafni Colcannon. Það var frábær skemmtun. Á horni Perl street og 11 strætis var Old Chicago pizza þs ég smakkaði í fyrsta skipti á ævinni heilhveiti grænmetispizzu. Þangað fer ég örugglega aftur þegar ég fer til Boulder næst en það er komið á stefnuskrána.
Það væri gaman að fá að sjá nokkrar myndir frá háskólasvæðinu sem er vel þess virði að rölta um.
Meðfram ánni Boulder Creek er skemmtilgur göngustígur sem er mikið notaður til allskonar útivistar og þar var skemmtilegt að hjóla, ganga og skoða mannlífið.
Eldorado canyon rétt sunnan við bæinn er paradís alla klettaklifrara og þangað er nauðsynlegt að kíkja, bara til að sjá brjálæðingana sem hanga þar í þverhníptum hömrunum. Þar er líka uppspretta og úrvals vatnslind sem rétt er að dreypa á. Ferð upp á Flagstaff fjall fyrir ofan bæinn er líka skemmtileg og útsýnið magnað. Klettafjöllin í öllu sínu veldi í vestri en sléttan svo langt sem augað eigir til austurs. Þarna er líka skemmtileg sýn á Flatjárnin (Flatirons) sem er einkenni Bolder. Göngutúr upp að Flatjárnunum er líka skemmtilegur.
Ég gæti haldið áfram að telja upp áhugaverða staði en þetta er svona það sem kemur upp í hugann á þessari stundu.
Ég vona svo að þið njótið ferðarinnar til hins ítrasta og mun fylgjast með ferðasögunum.
Kveðja
Þröstur

Nafnlaus sagði...

Million Dollar Higway (higway 550) er ótrúlega falleg leið upp í gegnum fjöllin. Ég mæli hiklaust með þeirri leið eftir að hafa skoða Mesa Verde (sem má ekki sleppa). Vegur 10 suður frá higway 160.
Þröstur

Nafnlaus sagði...

Hæ Rósa.
Farðu varlega! Við hittumst allar (nema þú) í nýju íbúðinni hennar Þórunnar á Öldugötunni í gærkvöld. Þín var sárt saknað. Allar að spá í hvenær þú kemur heim. Ágústa var á landinu og fór í morgun. Gaman eins og venjulega. Algjör "therapia". Hlökkum til að hitta þig.
kv.
Ásdís

Rósa sagði...

Elsku Þröstur, við stöllur förum varlega en erum samt hæfilega frakkar. Takk fyrir upplýsingar um Boulder, eins og þú kannski sást þá var ég svo upptekin af Boulder að ég kallaði Hoover dam Boulder dam.

Kæra Ásdís, mikið hlakka ég til að koma heim og hitta ykkur vinkonurnar. Hvað um haustblót á Álftanesi?

Nafnlaus sagði...

Góð hugmynd.

Kveðja
Ásdís