
Frá aldurhnignum risatrjám ókum við aftur í hversdagsamstrið. En ekki bara hversdags... því við héldum okkar fyrstu "moving sale". Við bárum allar eigur okkar út á hlað og verðlögðum þær heldur hátt til að geta prúttað. Klukkan sjö voru fyrstu kaupendur mættar á svæðið en það tók okkur nokkurn tíma að ná tökum á viðskiptamátanum. En svo komu Tahir og Rabeea okkur til hjálpar og kenndu okkur að prútta! Ekki tókst að selja allt svo nú eru

5 ummæli:
Sæl mín kæra.
Ég væri alveg til í eldhúsborðið og bílinn sem frúarbíl. Námsmenn geta hins vegar ekki leyft sér innflutning frá U.S.A. Vona bara að þú getir selt þetta hið fyrsta. Ef ég væri á staðnum mundi ég stökkva á eldhúsborðið. Láttu Ragnheiði Margéti kaupa bílinn, hún tekur hann bara í handfarangri. Vona að þið skemmtið ykkur vel.
Kveðja, Guðrún
Takk Guðrún mín. Held að ég sé að losna við eldhúsborðið, á von á Theresu að kíkja á það. Ég veit að við Ragnheiður Margrét eigum eftir að njóta þess að ferðast um índíanalönd hér í henni Ameríku. Ferðasagan verður sögð í næsta saumó.
Bara skilja kaggann eftir undir næstu brú. Ekkert vesen, lyklarnir í skránni. Hringja kannski í lögguna og tilkynna stuld.. obboobobb ;)
Hver kennir ter svona hugsunarhatt Gudmundur minn? En kannski eg geri bara eins og tu segir - en bordid er selt... draslid minnkar odum
Jæja, þetta er nú meira svona síðasta sort... Ég heyrði hins vegar af einum nýlega sem gerði þetta!
Skrifa ummæli